Leiðbeiningar fyrir nema

Vefsvæði skólans

1. Skráðu þig inn á vefsvæðið þitt hjá skólanum.

  • Uglan hjá Háskóla Íslands, Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Canvas hjá Háskólanum í Reykjavík
  • Inna hjá framhaldskólum.

2. Veldu „Stillingar“.

  • „Portal“ á vefsvæði HR.

3. Gefðu leyfi. 

  • Gefðu Strætó leyfi til að fá staðfestingu á virku námi þínu.

Kaupa fargjöld á nemaafslætti

4. Skráðu þig inn á „Mínar síður“ á Klappid.is

  • Ef þú ert ekki með aðgang, veldu „Nýskrá“ og stofnaðu aðgang með símanúmeri eða netfangi.
  • Ef þú átt Klapp kort, skráðu raðnúmer kortsins inn og veldu nafn á kortið.

5. Veldu „Kaupa“.

  • Ýttu á takkann „Tengjast með rafrænum skilríkjum“

6. Auðkenndu þig með rafrænum skilríkjum.

  • Eftir auðkenningu, eiga mánaðarkort- og árskort með 50% nemaafslætti að bætast við vöruúrvalið þitt.

7. Veldu „Tímabil“.

  • Til að kaupa mánaðarkort eða árskort.

8. Veldu „Bæta í körfu“ til að kaupa kortið.

  • Passaðu vel að það standi „Nemar“ og nafn skólans í glugganum. Ef það stendur eitthvað annað í glugganum þá skaltu ýta á „Breyta“ og velja nemafargjald.

9. Veldu innkaupakörfuna uppi í hægra horninu til að borga fyrir miðana eða kortið.

10. Nú þarftu að bæta við greiðslukorti og borga.

  • Gakktu úr skugga um að nemakortið fari inn á réttan farmiðil. Annað hvort Klapp kort eða Klapp app.