Einnota spjöld

Klapp spjöld

Klapp spjöldin eru pappaspjöld sem hægt er að nota í 24/72 klst. eða 10 skipti í senn. Spjaldið er með kóða sem er skannaður um borð í vagninum. Ekki er hægt að greiða fargjald fyrir nokkra einstaklinga í einu með sama spjaldi þar sem aðeins er hægt að nota eitt fargjald í einu.

Dagpassar

Kort sem gildir í 24 eða 72 klst. í vagna innan höfuðborgarsvæðisins. Þetta er pappaspjald sem hægt er að sækja eða fá sent.

    Klapp tía

    Klapp tía er spjald með 10 miðum fyrir annaðhvort fullorðna, ungmenni (12-17 ára) eða aldraða (67+). Þetta er pappaspjald sem hægt er að sækja eða fá sent.

      Spurt og svarað