Leiðbeiningar fyrir nema

Vefsvæði skólans

1. Skráðu þig inn á vefsvæðið þitt hjá skólanum.

  • Uglan hjá Háskóla Íslands, Bifröst, Háskólanum á Akureyri, Háskólanum á Hólum og Landbúnaðarháskóla Íslands.
  • Canvas hjá Háskólanum í Reykjavík
  • Inna hjá framhaldskólum.

2. Veldu „Stillingar“.

  • „Portal“ á vefsvæði HR.

3. Gefðu leyfi. 

  • Gefðu Strætó leyfi til að fá staðfestingu á virku námi þínu.

Kaupa fargjöld á nemaafslætti

Kaupa miða

Veldu „Kaupa“ neðst á skjánum og veldu svo „Tímabil“ og ýttu á „Veldu miða“

Uppfæra eða auðkenna

Ef það kemur upp hnappur sem segir „Uppfæra afslætti“, smelltu á hann, annars ferðu í næsta skref

Átt þú rétt á afslætti?

Smelltu næst á „Átt þú rétt á afslætti“, og ýttu á hnappinn „Tengjast“. Þú gætir þurft að skrolla niður til að sjá valmöguleikann.

Rafræn auðkenning

Nú þarftu að auðkenna þig rafrænt til að fá afsláttinn.

Átt rétt á afslætti

Þegar þú ert búin/n að auðkenna þig með rafrænum skilríkjum, þá kemur upp tilkynning þess efnis að þú eigir rétt á afslætti, ýttu á „Áfram“ hnappinn

Velja

Veldu miða undir annað hvort „30 daga miðar eða Ársmiðar“ með því að ýta á plúsinn og smella svo á „Velja“.